Nýtt ár og fyrirheitin

Í byrjun ársins setti ég mér markmið. Geri það sjaldan um áramót og er þegar byrjuð að brjóta gefin fyrirheit.

Ah- h- h- ætli þetta sé alltaf svona erfitt? Kannski þarf ég að hafa markmiðin til styttri tíma, hafa þau lægri og hafa þau skrifleg en mér skilst að það hafi þónokkuð að segja ef maður ætlar að ná þeim.

Skriflegt markmið mitt er að léttast um 4 kíló á næsta hálfa ári. Þessu ætla ég mér að ná í gegn.

Annars er ég mikið að hugsa um til hvers ég vil blogga. Þetta er önnur tilraun mín til að skrifa svona fyrir alheim. Spurningin er: Ætla ég að hafa einhverja stefnu í skrifunum, ætla ég að skrifa það sem liggur á mér hverju sinni eða vil ég koma einhverju ákveðnu á framfæri með blogginu? Þessu hef ég ekki svarað enn, læt samt móðann mása þar til ég veit hvert ég vil stefna.

Eins og sannur Íslendingur fór ég á útsölur í dag og má næstum segja að slegist hafi verið um sumar vörurnar, svo mikill var atgangurinn í Kringlunni. Út kom ég með nýjar flíkur og bros á vör. Það þarf ekki mikið til að gleðja landann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bára Friðriksdóttir

Höfundur

Bára Friðriksdóttir
Bára Friðriksdóttir
Bára er sóknarprestur í Hafnarfirði og Vogum. Hún er eiginkona og tveggja barna móðir.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0088
  • 2010elin bjort gudm gefa ondum800x500

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband