Þú átt ekkert nema það sem þú þakkar fyrir

Gleðilegt ár kæru landsmenn!

 Það er mikið lán að vera Íslendingur á þessum tíma. Við fljótum um í velmegun og kunnum ekki alltaf að meta gæðin sem við höfum. Þökkum fyrir allt það góða sem er í lífi okkar, með því lærist okkur að meta gæðin sem við höfum. Sagt hefur verið: Þú átt ekkert nema það sem þú þakkar fyrir. Það er speki sem gott er að hugleiða.

Ein tegund gæða sem við höfum er allt hreina vatnið. Ég var nú ekkert sérstaklega þakklát síðastliðið haust þegar aldrei var skrúfað fyrir kranann í efra. En vatnsauðlyndir okkar eru fjársjóður í veröldinni og satt að segja vil ég hafa þá auðlynd í höndum valdhafa því ég treysti ekki blindum auðsöflunum fyrir þeim. Er ekki viss um að ég fengi sanngjarnan aðgang að auðlyndum landsins.

Annars ætla ég ekki að hafa áhyggjur af þessu á nýju ári, vildi bara minna mig á hve við búum vel hér á norðurhjara. Okkur hefur farnast vel undanfarin misseri og ég horfi til þess á nýju ár að velmegunin haldi áfram. Tel samt að við mættum taka orð forsetans í nýársræðunni til athugunar er hann sagði að við þyrftum að hægja á lífsgæða kapphlaupinu. Það er svo margt fleira lífsgæði en hlutir í efnishyggjunni. Við þurfum að rækta okkar andlega auð og við þurfum að rækta samfélagið við okkar nánustu. Það er dýrmætast af öllu.

Ha, ...já skaupið!  Það reis nú ekki hátt en fín ádeila inn á milli. Vantaði hins vegar húmorinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bára Friðriksdóttir

Höfundur

Bára Friðriksdóttir
Bára Friðriksdóttir
Bára er sóknarprestur í Hafnarfirði og Vogum. Hún er eiginkona og tveggja barna móðir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_0088
  • 2010elin bjort gudm gefa ondum800x500

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband