30.1.2008 | 22:53
Kertaloginn yljar
Mikið er nú gott að geta tendrað á kerti í skammdegisrökkrinu. Horft í logann, sett lavender olíu í ilmkrús því það er svo róandi og svæfandi, lesið spaugilegar sögur eða hlustað á góða tónlist.
Læt ég tvær skopsögur úr bókinni Nýjar sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum eftir Sigurgeir Jónsson fylgja með. Grínið hressir andann. Ekki veitir af í komandi kuldatíð.
Guðrún giftist aldrei, var barnlaus og fór litlum sögum af samneyti hennar við hitt kynið. Í Vestmannaeyjum var önnur kona sem aldrei var talin hafa verið við karlmann kennd og fékk af því viðurnefni og kölluð Sigga mey. Einhverju sinni á sunnudegi var Sigga mey að koma úr kirkju og stikaði niður Skólaveginn. Guðrún horfði á eftir henni og sagði síðan stundarhátt:
Ekki gæti ég hiugsað mér að deyja sem hrein mey.
Hér er hin:
Sigga mey var einhverju sinni spurð um tilefni þessa viðurnefnis hennar og stóð ekki á svarinu:
Já, öllu má nú nafn gefa.
Lifi húmorinn
Um bloggið
Bára Friðriksdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.