8.3.2007 | 21:00
Byrjuð að blogga
Þetta er fyrsta bloggið mitt. Þennan vettvang ætla ég að nota til að viðra hugmyndir mínar og það sem ég er að gera. Það verður væntanlega gaman að taka þátt í þessu nútímalega samfélagi bloggverja, sína sig og sjá aðra í vefumhverfinu. Smá limra í tilefni þessa:
Bára er hér algjör byrjandi
að blogga, hún prófar spyrjandi.
Er skoðun fram skýtur
í rökum ei þrýtur
vildi helst tjá sig syngjandi.
Til hamingju með daginn allar konur. Því miður er enn þarft að hafa alþjóðlegan baráttudag kvenna. Viðra þá skoðun mína að brýnast sé að jafna laun karla og kvenna það kemur bæði konum og körlum til góða. Rökin eru að fái konan hærri laun minnkar þörf karlsins til að vinna yfirvinnu. Þannig verður frítíminn meiri og næðið fyrir fjölskylduna vex. Ég fagna því að launaleynd verði bönnuð. Það setur staðreyndirnar upp á borðið og skapar betri grunn til að berjast fyrir betri launum kvenna.
Um bloggið
Bára Friðriksdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til lukku með síðuna Bára. Kv. Unnur (breitt bak)
Hér skal nú skoðunum flíka
Og skutla út limrunum líka
er byrjuð að blogga
sinn boðskap hjá Mogga
Með réttlætiskenndina ríka
Unnur Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.